Innlent

Hreinsað til í Breiðholti

„Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt" nefnist fegrunarátak sem hófst í hverfinu í morgun. Hópar mættu á fyrirfram ákveðna staði í þremur hverfum Breiðholtsins: við Breiðholtssskóla í neðra Breiðholti, við Hólmasel í Seljahverfi og loks við Breiðholtslaug í Fella- og Hólahverfi.

Á síðstnefnda póstinn var fjöldi fólks, flestir íbúar í Breiðholti en einnig nokkrir starfsmenn borgarinnar, mættir til að taka til hendinni klukkan 11 í morgun. Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lét að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og gekk rösklega til verka, sem ætti kannski ekki að sæta furðu þar sem hann er sjálfur íbúi í Breiðholti.

Deginum lýkur á sömu stöðum í seinna í dag þar sem fjölskyldur fagna vel heppnuðum degi. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Einnig býður Reykjavíkurborg sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum átaksins í Breiðholtslaugina frá kl. 16 til 20 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×