Innlent

Um hundrað manns í mótmælabúðum á Kárahnjúkum

Mynd/Snæfríður Ingadóttir
Mótmælabúðir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru komnar upp á ný, annað sumarið í röð. Þeir kalla sig Íslandsvini og segjast ætla að njóta þess svæðis sem fer undir vatn í haust. Í hópnum er fólk sem lögreglan hafði afskipti af í fyrra. Hátt í hundrað manns eru komnir í búðirnar, þar af helmingur útlendingar. Helena Stefánsdóttir, ein af skipuleggjendum búðanna segir að á morgun verði farið í sérstaka göngu þar sem skoðað verður það svæði sem fer undir vatn, þegar byrjað verður að safna í lónið í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×