Innlent

Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segist algerlega ósammála Sturlu

Í grein Sturlu Böðvarssonar segir meðal annars að þetta kosningaloforð i níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrint af stað mikilli óheillaþróun í verðlagsmálum sem nú sé verið að bregðast við með því að fresta vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar.

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins bregst ókvæða við grein Sturlu Böðvarssonar og kallar fram á sjónarsviðið aðra verðbólgudrauga, skattalækkanir ríkisstjórnarinnar, fyrirheit um stóriðjuframkvæmdir næstu árin, sem hafi verið eins og olía á skíðlogandi bál og þó fyrst og fremst viðskiptabankana sem hafi ætlað að knésetja Íbúðalánasjóð og sýnt fullkomið ábyrgðarleysi í útlánum. Kristinn segir að bankarnir séu ekki undanþegnir almennri efnahagssstjórn. Þegar þeir fari offari verði stjórnvöld að grípa til aðgerða svo sem að taka upp bindiskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×