Innlent

Gjaldtaka fyrir legu látinna ekki talin leyfileg

Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis

Umboðsmaður Alþingis telur að gjaldtaka fyrir legu látinna í líkhúsum sé ekki leyfileg. Kona sem neitaði að borga fyrir geymslu á líki föður síns, vísaði málinu til umboðsmanns.

Það var í maí 2005 sem kona var krafin um tíu þúsund krónur fyrir geymslu á líki föður hennar. Á greiðsluseðslinum kom fram að leitað hefði verið eftir sérfjárveitingu til að reka líkhús en hún ekki fengist. Því yrði að innheimt gjald fyrir líkgeymslu sérstaklega.

Konan neitaði að borga og kvartaði yfir innheimtu Kirkjugarðanna við neytendasamtökin og umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma hafi ekki heimild í lögum til að innheimt líkhúsgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsinu í Fossvogi. Umboðsmaðurinn beinir einnig þeim tilmælum til að dóms- og kirkjumálaráðherra að hann taki sérstaklega til athugunar hvaða þjónustu ætlast er til að kirkjugarðarnir veiti almenningi endurgjaldslaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×