Innlent

Lokahátíð Sumarskólans

Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag.

Það eru Námsflokkar Reykjavíkur sem standa fyrir skólanum í samstarfi við Vinnuskólann, Mími og Alþjóðahús.

Nemendur gæddu sér á kræsingum frá ýmsum löndum og ræddu saman á íslensku. Þeir voru ánægður með árangur kennslunnar.

Unglingarnir voru einnig kátir en þau tóku þátt í verkefninu Málrækt í sumarvinnu þar sem skipulagðri íslenskukennslu er fléttað saman við unglingavinnuna. Þau vinna í almennum hópum Vinnuskólans með íslenskum jafnöldrum þeirra en koma svo saman þrisvar í viku og efla kunnáttu sína á tungumálinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×