Innlent

Lifandi vegvísar

Lifandi vegvísa má sjá víðsvegar um borgina í sumar. Vegvísarnir eru unglingar úr Vinnuskólanum sem starfa við að leiðbeina ferðamönnum um Reykjavík.

Verkefnið sem er á vegum Höfuðborgarstofu og Vinnuskólans, er þjónusta við erlenda ferðamenn þar sem unglingar leiðbeina þeim um bæinn klæddir peysum með bókstafnum i fyrir information. Unglingarnir vísa þeim inn á söfn, kynna fyrir þeim ýmsa menningarviðburði og kenna þeim meðal annars á strætókerfið.

Auk þess að aðstoða erlenda ferðamenn sýna unglingarnir nýjum Íslendingum á sama aldri borgina og kynna þeim fyrir menningu og sögu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×