Innlent

Mikill áhugi fyrir skólaskipinu Sedov

Mynd/Heiða

Fjöldi manns var saman komin á Reykjavíkurhöfn í morgun til að skoða rússneska skólaskipið Sedov. Skólaskipið Sedov kom til hafnar í Reykjavík í gær og var opnað almenningi til skoðunar um klukkan hálf tíu í morgun. Skipið er 118 metra á lengd, er fjögra mastra og þrjátíu og tveggja segla. Líkt og nærri má geta þarf stóran hóp manna til að sigla slíku skipi en um borð er 50 manna áhöfn og yfir eitt hundrað kadettar. Skipið er rekið af tækniháskólanum í Murmansk og kom hingað til lands frá Þýskalandi. Yfir kadettinn Evgeny Krisenko líkar vel lífið um borð og segist ekki sakna fjölskyldu og vina, þrátt fyrir að vera um þrjá mánuði á sjó í einu. Hann er ánægður með dvölina í reykjavík.

Á morgun munu skólaskipið halda áfram ferð sinni um heimsins höf og halda til Tromsö í Noregi og þaðan til Murmansk í Rússlandi. Skipið verður til sýnis almenningi til klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×