Innlent

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Columbus.
Skemmtiferðaskipið Columbus. Mynd/Skessuhorn.is

Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist að bryggju í grundarfirði í morgun. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að með skipinu séu 350 farþegar og 170 manna áhöfn. Flestir farþeganna eru Þjóðverjar en farþegarnir munu fara í skoðunaferð um nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið leikur við mannskapinn líkt og hér í höfuðborginni en í Grundarfirði er ekki ský á himni og um 13 gráðu hiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×