Átökin breiðast hratt út í Líbanon 19. júlí 2006 19:48 Tugþúsundir útlendinga eru fastir í Líbanon en þessum mæðgum tókst þó að komast burt í tæka tíð. Mynd/AP Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira