Innlent

Landhelgisgæslan áfram á Reykjarvíkurflugvelli

Hugmyndir um að flytja þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar upp á Keflavíkurflugvöll fá ekki hljómgrunn í nýjum tillögum að framtíðarskipulagi sveitarinnar. Þar er lagt til að sveitin verði áfram á Reykjavíkurflugvelli.

í tillögunum, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðhera kynnti í Ríkissstjórninni í gær segir meðal annars að hagkvæmni og öryggi í rekstri sveitarinnar krefjist þess að hún hafi bækistöð á einum stað og í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar, sem eru ný fluttar í Skógarhlíð í Reykjavík. Þá felist meginhluti björgunarstarfs þyrlusveitarinnar í því að koma slösuðu fólki á sjúkrahús í Reykjavík og þar séu veðuraðstæður líka hagstæðar fyrir sveitina. Sérstaklega er tekið fram að á þeim skamma tíma , sem liðinn er síðan höfuðstöðvar Gæslunnar voru fluttar í skógarhlíð og starfssemi Gæslunnar tók að laga sig að samhæfingar- eftirltis- og björgunarstarfi hinna ýmsu aðilla þar, hefur fengist af því einstaklega góð reynsla, að sögn hópsins, sem gerði tillögurnar. Það virðist því ljóst að höfuðstöðvar gæslunnar séu heldur ekki á förum til Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×