Erlent

Norður-Kóreumenn undirbúa átök

Stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrirskipuðu herliði sínu að undirbúa sig fyrir stríð á laugardaginn rétt áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti viðskiptabann á Norður-Kóreu.

Þetta kom fram í suðurkóresku dagblaði í morgun. Norðurkóreskir hermenn sneru aftur í herstöðvar, huldu menn og búnað í felulitum. Skipunin kom hvergi fram í norðurkóreskum ríkisfjölmiðlum, að því er suðurkóreska dagblaðið segir frá. Þetta var í fyrsta skipti í þrettán ár sem norðurkóreumenn undirbúa sig fyrir átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×