Íslendingana sakaði ekki 13. júlí 2006 19:32 Rafik Hariri-flugvöllur í Beirút varð fyrir loftárás Bandaríkjamanna. MYND/AP Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira