Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, vill að alþjóðasamfélagið reyni að stöðva aðgerðir Ísraela á Gaza svæðinu. Að minnsta kosti tuttugu og tveir Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í gærkvöld sem var einn versti átakadagur á svæðinu frá því að Ísraelsmenn réðust þar inn í leit að hermanni sem er í haldi Palestínumanna. Loftárásir Ísraela héldu áfram í nótt og í morgun og hefur Haniyeh, kallað stórsóknina glæpi gegn mannkyninu. að sögn Ísraelsher beinast aðgerðir þeirra gegn vopnuðum Palestínumönnum. Aðgerðir Ísraelsá Gaza að undanförnu eru þær umfangsmestu síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan.
Vill að alþjóðasamfélagið stöðvi aðgerðir Ísraelshers
