Sigur Rós á leið í tónleikaferð um Ísland 6. júlí 2006 20:16 Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist. Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist.
Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Sjá meira