Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn 5. júlí 2006 22:14 MYND/AP Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku. Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku.
Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira