160 milljónir reykja hass 2. júlí 2006 20:00 Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. Alþjóðlegur baráttudagur gegn eiturlyfjaneyslu var haldinn um heim allan í vikunni og af því tilefni birti Fíknivarnastofnun Sameinuðu þjóðanna árskýrslu sína. Samkvæmt henni virðist stofnunin eiga erfitt verk fyrir höndum því íbúar jarðar neyta fíkniefna sem aldrei fyrr. 162 milljónir jarðarbúa reykja hass eða marjúana á hverjum degi og segja skýrsluhöfundar það sérstakt áhyggjuefni því þau kannabisefni sem nú eru á boðstólnum eru sterkari en áður og eigi að flokkast með hörðum efnum á borð við heróín og kókaín. Síðan er aftur spurning hvað það hafi að segja því höfundar skýrslunnar telja Evrópumenn fljóta sofandi að feigðarósi þegar kemur að hvíta duftinu. 3,5 milljónir Evrópubúa eru sagðir neyta kókaíns að staðaldri, margir vel menntaðir og efnaðir. 40 prósent þess kókaíns sem framleitt er í heiminum er hins vegar neytt í Bandaríkjunum. Sem betur fer hefur náðst nokkur árangur í að uppræta eiturlyfjaframleiðslu í heiminum. Í því sambandi er mikilvægt að fá fátækum bændum sem rækta plöntur sem fíkniefni eru unnin úr önnur störf. Þannig dróst ópíumræktun í Afganistan saman á síðasta ári, í fyrsta sinn síðan ráðist var þar inn haustið 2001. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. Alþjóðlegur baráttudagur gegn eiturlyfjaneyslu var haldinn um heim allan í vikunni og af því tilefni birti Fíknivarnastofnun Sameinuðu þjóðanna árskýrslu sína. Samkvæmt henni virðist stofnunin eiga erfitt verk fyrir höndum því íbúar jarðar neyta fíkniefna sem aldrei fyrr. 162 milljónir jarðarbúa reykja hass eða marjúana á hverjum degi og segja skýrsluhöfundar það sérstakt áhyggjuefni því þau kannabisefni sem nú eru á boðstólnum eru sterkari en áður og eigi að flokkast með hörðum efnum á borð við heróín og kókaín. Síðan er aftur spurning hvað það hafi að segja því höfundar skýrslunnar telja Evrópumenn fljóta sofandi að feigðarósi þegar kemur að hvíta duftinu. 3,5 milljónir Evrópubúa eru sagðir neyta kókaíns að staðaldri, margir vel menntaðir og efnaðir. 40 prósent þess kókaíns sem framleitt er í heiminum er hins vegar neytt í Bandaríkjunum. Sem betur fer hefur náðst nokkur árangur í að uppræta eiturlyfjaframleiðslu í heiminum. Í því sambandi er mikilvægt að fá fátækum bændum sem rækta plöntur sem fíkniefni eru unnin úr önnur störf. Þannig dróst ópíumræktun í Afganistan saman á síðasta ári, í fyrsta sinn síðan ráðist var þar inn haustið 2001.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira