Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld 1. júlí 2006 18:45 Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Starfsmenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA byrjuðu snemma í dag að telja niður fyrir geimskotið en áætlað er að það fari fram þegar klukkuna vantar 11 mínútur í átta að íslenskum tíma. Í gær voru veðurhorfurnar reyndar ekkert sérstaklega góðar en í morgun tók að létta þó nokkuð til yfir Canaveral-höfða og voru líkurnar á geimskoti þá sagðar 60 prósent. Lítilsháttar bilunar varð vart í útblástursbúnaði Discovery í morgun en tæknimenn náðu fljótlega að gera við hana. Áhöfn ferjunnar er skipuð sjö geimförum og þeir eiga að vinna að ýmis konar viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni sem sveimar á sporbaug um jörðu, auk þess að flytja þangað birgðir. Þau verkefni eru þó ekki það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu heldur einfaldlega hvort geimferjan komist klakklaust aftur til jarðar. Rúm þrjú ár eru liðin síðan Kólumbía, systurskip Discovery, fórst með allri áhöfn eftir að hitahlífar af eldsneytistanki skullu á henni og eyðilögðu vængbyrði hennar. Litlu munaði að á sama hátt færi fyrir Discovery í fyrrasumar og síðan þá hafa ferjurnar verið kyrrsettar. ef upp koma svipuð vandkvæði við þennan leiðangur er allt útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Fari svo verða Bandaríkjamenn að reiða sig á Rússa til að flytja vistir og búnað til geimstöðvarinnar. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Starfsmenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA byrjuðu snemma í dag að telja niður fyrir geimskotið en áætlað er að það fari fram þegar klukkuna vantar 11 mínútur í átta að íslenskum tíma. Í gær voru veðurhorfurnar reyndar ekkert sérstaklega góðar en í morgun tók að létta þó nokkuð til yfir Canaveral-höfða og voru líkurnar á geimskoti þá sagðar 60 prósent. Lítilsháttar bilunar varð vart í útblástursbúnaði Discovery í morgun en tæknimenn náðu fljótlega að gera við hana. Áhöfn ferjunnar er skipuð sjö geimförum og þeir eiga að vinna að ýmis konar viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni sem sveimar á sporbaug um jörðu, auk þess að flytja þangað birgðir. Þau verkefni eru þó ekki það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu heldur einfaldlega hvort geimferjan komist klakklaust aftur til jarðar. Rúm þrjú ár eru liðin síðan Kólumbía, systurskip Discovery, fórst með allri áhöfn eftir að hitahlífar af eldsneytistanki skullu á henni og eyðilögðu vængbyrði hennar. Litlu munaði að á sama hátt færi fyrir Discovery í fyrrasumar og síðan þá hafa ferjurnar verið kyrrsettar. ef upp koma svipuð vandkvæði við þennan leiðangur er allt útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Fari svo verða Bandaríkjamenn að reiða sig á Rússa til að flytja vistir og búnað til geimstöðvarinnar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira