Innlent

Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt

Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva.

Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis, en Actavis brást við því með því að auka hlut sinn í Pliva upp í rúmlega 20% í gær, og hækka enn tilboð sitt upp í 170 milljarða króna.

Ekki kemur fram í tilkynningu frá Actavis hvort það sé framleiðslan á Íslandi, sem til standi að flytja til Króatíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×