Árásum á Gaza haldið áfram 30. júní 2006 08:15 MYND/AP Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira