Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi ekki vald til að láta herrétt taka fyrir mál gegn meintun hryðjuverkamönnum. Rétturinn segir þá ákvörðun brjóta gegn Genfar-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga.
Lögfræðingar Jemenans Salim Ahmed Hamdan kærðu þá ákvörðun til hæstaréttar en Hamdan er einn tíu fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu sem hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkum. Hamdan krefst þess að réttað verði í máli hans fyrir almennum dómstólum.
Úrskurður Hæstaréttar er sagður mikið áfall fyrir Bush Bandaríkjaforseta og stjórn hans.