Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið 28. júní 2006 09:00 MYND/AP Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira