Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu 21. júní 2006 18:45 George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram. Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram.
Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira