Íranar eru jákvæðir 17. júní 2006 19:00 Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg. Allt frá því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kom til Teheran með sáttatilboð Vesturveldanna í farteskinu í síðustu viku hafa þarlend stjórnvöld grandskoðað plaggið. Á meðal þess sem Írönum er boðið fyrir að hætta auðgun úrans er margvísleg aðstoð við þróun kjarnorku til friðsamlegra nota og að Bandaríkjamenn myndu taka beinan þátt í viðræðum við þá. Í gær lýsti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, því yfir að tillögurnar væru skref í rétta átt og í dag tók Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra í svipaðan streng. Það að Íranar hugleiði tilboð Vesturveldanna svo alvarlega eykur vonir um að kjarnorkudeiluna verði hægt að leysa á friðsamlegan hátt. Klerkastjórnin ætlar hins vegar að taka sér góðan tíma til að svara því. En á meðan áhyggjur af áformum Írana fara dvínandi vex hins vegar spennan á Kóreuskaganum. Þar undirbúa Norður-Kóreumenn að skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug, undir því yfirskini að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflaugin getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna, og því skoruðu Bandaríkjamenn og Japanar á stjórnvöld í Pjongjang í dag að láta af tilraununum. Norður-Kóreumenn eru taldir vera komnir á fremsta hlunn með að koma sér upp kjarnavopnum, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að því, en hefur hingað til skort flaugar til að skjóta þeim. Þeir hafa hins vegar ekki gert tilraunir með eldflaugar síðan 1999. Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg. Allt frá því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kom til Teheran með sáttatilboð Vesturveldanna í farteskinu í síðustu viku hafa þarlend stjórnvöld grandskoðað plaggið. Á meðal þess sem Írönum er boðið fyrir að hætta auðgun úrans er margvísleg aðstoð við þróun kjarnorku til friðsamlegra nota og að Bandaríkjamenn myndu taka beinan þátt í viðræðum við þá. Í gær lýsti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, því yfir að tillögurnar væru skref í rétta átt og í dag tók Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra í svipaðan streng. Það að Íranar hugleiði tilboð Vesturveldanna svo alvarlega eykur vonir um að kjarnorkudeiluna verði hægt að leysa á friðsamlegan hátt. Klerkastjórnin ætlar hins vegar að taka sér góðan tíma til að svara því. En á meðan áhyggjur af áformum Írana fara dvínandi vex hins vegar spennan á Kóreuskaganum. Þar undirbúa Norður-Kóreumenn að skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug, undir því yfirskini að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflaugin getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna, og því skoruðu Bandaríkjamenn og Japanar á stjórnvöld í Pjongjang í dag að láta af tilraununum. Norður-Kóreumenn eru taldir vera komnir á fremsta hlunn með að koma sér upp kjarnavopnum, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að því, en hefur hingað til skort flaugar til að skjóta þeim. Þeir hafa hins vegar ekki gert tilraunir með eldflaugar síðan 1999.
Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira