Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans 9. júní 2006 22:30 Ungur drengur, sem er sagður sonur al-Zarqawis, yfirgefur heimili sitt í Zarqa í Jórdaníu. MYND/AP Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Um það bil hundrað ættingjar og vinir al-Zarqawis komu saman við Alflah moskuna í heimabæ hans en þar mun hann hafa beðist fyrir. Tjaldað var yfir fólkið og á tjaldinu var borði sem á stóð "Brúðkaup píslarvottsins" en þar er þar vísað til þeirrar trúar af þeir sem deyji píslarvættisdauða hafi farið sem brúðgumar til himna. Bandaríski herinn gerði í dag nánar grein fyrir atburðarásinni á miðvikudaginn og kom í þá í ljós að íraskir lögreglumenn komu að al-Zarqawi á lífi eftir árásina. Hann hafi reynt að komast af sjúkrabörunum en var þá haldið kyrrum. Skömmu síðar hafi hann svo látist af sárum sínum. Bandaríkjaher segir ekkert benda til þess að barn hafi farist í loftárásinni líkt og áður hafi verið haldið fram. Bandarískir hermenn gerði áhlaup á fjölmörg hús í Írak í nótt og morgun og byggðu á upplýsingum sem þeir komust yfir við leit í húsinum sem al-Zarqawi dvaldist í þegar hann féll. Hald mun hafa verið lagt á tölvur og ýmislegt annað sem talið er að komið að gagni í baráttunni við andspyrnumenn í Írak. Fregnir herma að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum í einu áhlaupinu í morgun. Þar á meðal strákur ásamt föður hans og afa. Bush Bandaríkjaforseti sagði í morgun að ólíklegt væri að dauði al-Zarqawis myndi binda enda á hrinu ofbeldis í Írak en hjálpi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann bætti því við að hann vildi kalla herlið frá Írak hið fyrsta en óvíst væri hvenær það væri óhætt. Erlent Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Um það bil hundrað ættingjar og vinir al-Zarqawis komu saman við Alflah moskuna í heimabæ hans en þar mun hann hafa beðist fyrir. Tjaldað var yfir fólkið og á tjaldinu var borði sem á stóð "Brúðkaup píslarvottsins" en þar er þar vísað til þeirrar trúar af þeir sem deyji píslarvættisdauða hafi farið sem brúðgumar til himna. Bandaríski herinn gerði í dag nánar grein fyrir atburðarásinni á miðvikudaginn og kom í þá í ljós að íraskir lögreglumenn komu að al-Zarqawi á lífi eftir árásina. Hann hafi reynt að komast af sjúkrabörunum en var þá haldið kyrrum. Skömmu síðar hafi hann svo látist af sárum sínum. Bandaríkjaher segir ekkert benda til þess að barn hafi farist í loftárásinni líkt og áður hafi verið haldið fram. Bandarískir hermenn gerði áhlaup á fjölmörg hús í Írak í nótt og morgun og byggðu á upplýsingum sem þeir komust yfir við leit í húsinum sem al-Zarqawi dvaldist í þegar hann féll. Hald mun hafa verið lagt á tölvur og ýmislegt annað sem talið er að komið að gagni í baráttunni við andspyrnumenn í Írak. Fregnir herma að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum í einu áhlaupinu í morgun. Þar á meðal strákur ásamt föður hans og afa. Bush Bandaríkjaforseti sagði í morgun að ólíklegt væri að dauði al-Zarqawis myndi binda enda á hrinu ofbeldis í Írak en hjálpi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann bætti því við að hann vildi kalla herlið frá Írak hið fyrsta en óvíst væri hvenær það væri óhætt.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira