Engar stórar breytingar fyrirhugaðar 6. júní 2006 15:02 Útlit er fyrir að þessir þrír vinni áfram saman á næsta ári. Joe Dumars, forseti Detroit (th) ætlar að reyna að ná samningum við Ben Wallace og hefur ekki í hyggju að reka Flip Saunders (tv) þó ekki hafi gengið vel í úrslitakeppninni í ár NordicPhotos/GettyImages Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti