Grunur um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 09:15 Bandarískir hermenn á götum Haditha í Írak. MYND/AP Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira