Nowitzki skoraði 50 stig 2. júní 2006 05:57 Dirk Nowitzki var frábær í nótt og skoraði 50 stig og hirti 12 fráköst NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum