Á elleftu stundu 19. maí 2006 17:47 Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni. Cannes Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni.
Cannes Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira