Dramatíkin er strax byrjuð í úrslitaleik Barcelona og Arsenal í meistaradeildinni, en Jens Lehmann markvörður Arsenal var rétt í þessu rekinn af leikvelli með rautt spjald eftir að hann felldi Samuel Eto´o sem var kominn á auðan sjó fyrir framan mark Arsenal. Manuel Almunia er því kominn í mark Arsenal og Robert Pires var tekinn af velli í hans stað. Skelfileg byrjun á úrslitaleiknum fyrir Arsenal.
Lehmann rekinn útaf
Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
