Dallas burstaði meistarana 10. maí 2006 12:30 Josh Howard sótti grimmt að körfu San Antonio í nótt og var stigahæsti maður vallarins NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Avery Johnson setti leikstjórnandann Devin Harris inn í byrjunarliðið og færði Jason Terry í stöðu skotbakvarðar. Hann sagði leikmönnum sínum að spila leikinn eins og þeir væru að spila götubolta, en hvað sem það þýðir, stóð ekki á því að leikmenn hans svöruðu kallinu. Stuðningsmenn San Antonio bauluðu fullum hálsi á dómarana meira en hálfan leikinn, því dómgæslan þótti á tíðum nokkuð undarleg og fengu nokkrir leikmenn San Antonio tæknivillur í kjölfarið. Þar á meðal var Nick Van Exel sendur í bað í öðrum leikhluta. Þetta var þriðji leikur San Antonio á fimm dögum. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas með 27 stig og 9 fráköst, Dirk Nowitzki hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hitti vel og kláraði með 21 stig, Devin Harris skoraði 20 stig og Jerry Stackhouse setti 19 stig af bekknum. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá San Antonio, Tony Parker skoraði 15 stig og Manu Ginobili skoraði 13 stig en var langt frá sínu besta. Næsti leikur í einvíginu fer ekki fram fyrr en á laugardag og verða leikmenn San Antonio líklega fegnir hvíldinni eftir útreiðina í nótt, sem var einhver sú versta sem liðið hefur hlotið á heimavelli í háa herrans tíð. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Sjá meira
Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Avery Johnson setti leikstjórnandann Devin Harris inn í byrjunarliðið og færði Jason Terry í stöðu skotbakvarðar. Hann sagði leikmönnum sínum að spila leikinn eins og þeir væru að spila götubolta, en hvað sem það þýðir, stóð ekki á því að leikmenn hans svöruðu kallinu. Stuðningsmenn San Antonio bauluðu fullum hálsi á dómarana meira en hálfan leikinn, því dómgæslan þótti á tíðum nokkuð undarleg og fengu nokkrir leikmenn San Antonio tæknivillur í kjölfarið. Þar á meðal var Nick Van Exel sendur í bað í öðrum leikhluta. Þetta var þriðji leikur San Antonio á fimm dögum. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas með 27 stig og 9 fráköst, Dirk Nowitzki hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hitti vel og kláraði með 21 stig, Devin Harris skoraði 20 stig og Jerry Stackhouse setti 19 stig af bekknum. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá San Antonio, Tony Parker skoraði 15 stig og Manu Ginobili skoraði 13 stig en var langt frá sínu besta. Næsti leikur í einvíginu fer ekki fram fyrr en á laugardag og verða leikmenn San Antonio líklega fegnir hvíldinni eftir útreiðina í nótt, sem var einhver sú versta sem liðið hefur hlotið á heimavelli í háa herrans tíð.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Sjá meira