Wade kláraði Chicago þrátt fyrir meiðsli 3. maí 2006 04:45 Dwayne Wade hefur látið ótrúlega lítið fyrir sér fara í einvíginu við Chicago, en hann virtist hressast við það að fá sprautu í bakhlutann í nótt og bjargaði Miami á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade tók til sinna ráða á lokasprettinum í fimmta leik Miami og Chicago í nótt og tryggði heimamönnum 92-78 sigur, þrátt fyrir að þurfa að fara meiddur af velli eftir ljóta byltu í fyrri hálfleik. Wade var sprautaður með verkjalyfum og sneri aftur til leiksins eftir að Shaquille O´Neal hafði sent eftir honum. "Ég lét þau orð berast inn í búningsherbergið að við þyrftum á honum að halda," sagði Shaquille O´Neal og það voru orð að sönnu, því sá stóri var enn einn leikinn í villuvandræðum en náði að skora 16 stig og hirða 10 fráköst. Hann hitti aðeins úr 2 af 12 vítaskotum sínum í leiknum. Dwayne Wade skoraði 28 stig. Miami var 5 stigum yfir þegar Wade þurfti að fara af leikvelli vegna sársauka í mjöðminni eftir byltuna, en þegar hann sneri aftur var Miami 5 stigum undir. "Ég fékk smá sprautu í rassinn og ég var fínn þegar hún byrjaði að virka," sagði Dwayne Wade og glotti eftir leikinn, en ekki er laust við að Miami-menn hafi verið fegnir að landa þessum sigri gegn spræku liði Chicago sem hefur komið mikið á óvart í fyrstu umferðinni. Argentínumaðurinn Andres Nocioni var enn og aftur besti leikmaður Chicago með 23 stig og 10 fráköst og Mike Sweetney skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Mestu munaði um slakan sóknarleik bakvarða Chicago í leiknum, en þeir hittu skelfilega úr skotum sínum. "Við þurftum á þessum að halda," sagði O´Neal. Næsti leikur fer fram í Chicago og þá getur Miami klárað dæmið, en allir fimm leikirnir til þessa hafa unnist á heimavelli. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Dwayne Wade tók til sinna ráða á lokasprettinum í fimmta leik Miami og Chicago í nótt og tryggði heimamönnum 92-78 sigur, þrátt fyrir að þurfa að fara meiddur af velli eftir ljóta byltu í fyrri hálfleik. Wade var sprautaður með verkjalyfum og sneri aftur til leiksins eftir að Shaquille O´Neal hafði sent eftir honum. "Ég lét þau orð berast inn í búningsherbergið að við þyrftum á honum að halda," sagði Shaquille O´Neal og það voru orð að sönnu, því sá stóri var enn einn leikinn í villuvandræðum en náði að skora 16 stig og hirða 10 fráköst. Hann hitti aðeins úr 2 af 12 vítaskotum sínum í leiknum. Dwayne Wade skoraði 28 stig. Miami var 5 stigum yfir þegar Wade þurfti að fara af leikvelli vegna sársauka í mjöðminni eftir byltuna, en þegar hann sneri aftur var Miami 5 stigum undir. "Ég fékk smá sprautu í rassinn og ég var fínn þegar hún byrjaði að virka," sagði Dwayne Wade og glotti eftir leikinn, en ekki er laust við að Miami-menn hafi verið fegnir að landa þessum sigri gegn spræku liði Chicago sem hefur komið mikið á óvart í fyrstu umferðinni. Argentínumaðurinn Andres Nocioni var enn og aftur besti leikmaður Chicago með 23 stig og 10 fráköst og Mike Sweetney skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Mestu munaði um slakan sóknarleik bakvarða Chicago í leiknum, en þeir hittu skelfilega úr skotum sínum. "Við þurftum á þessum að halda," sagði O´Neal. Næsti leikur fer fram í Chicago og þá getur Miami klárað dæmið, en allir fimm leikirnir til þessa hafa unnist á heimavelli.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira