LeBron James loksins í úrslitakeppnina 30. mars 2006 05:43 LeBron James hafði góða ástæðu til að berja sér á brjóst í nótt eftir að hafa skorað 46 stig gegn Dallas og tryggt sér og liði sínu farseðilinn í úrslitakeppnina NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Atlanta vann nauman sigur á Indiana 94-93 og vann þar með allar viðureignir liðanna í vetur. Al Harrington var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 23 stig, en Peja Stojakovic skoraði 31 stig fyrir Indiana. Miami vann nauman sigur á Toronto 98-94 eftir að hafa verið langt undir nær allan leikinn. Dwayne Wade tók hlutina í sínar hendur í síðari hálfleik eins og svo oft áður hjá Miami og endaði með 37 stig, en Mo Peterson skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. New Jersey hélt áfram góðri sigurgöngu sinni og vann 10. leikinn í röð í nótt þegar liðið skellti Memphis86-74. Þetta er í annað sinn í vetur sem New Jersey nær að vinna 10 leiki í röð. Richard Jefferson skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst hjá New Jersey, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Memphis. Boston valtaði yfir erkifjendur sína í New York á útivelli 123-98. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 101-91, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups og Antonio McDyess skoruðu 18 stig fyrir Detroit. Minnesota vann Orlando 103-91. Kevin Garnett skoraði 27 stig fyrir Minnesota og hirti 19 fráköst, en Dwight Howard skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando. Houston valtaði yfir Seattle 115-87. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Earl Watson skoraði 20 stig fyrir Seattle. Utah vann óvæntan útisigur á Denver 115-104. Mehmet Okur skoraði 24 stig fyrir Utah, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Sacramento lagði Portland 106-90. Brad Miller skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Viktor Khryapa skoraði 18 stig fyrir Portland. Loks vann New Orleans góðan sigur á Golden State á útivellli 86-85. Rashual Butler skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Jason Richardson og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Atlanta vann nauman sigur á Indiana 94-93 og vann þar með allar viðureignir liðanna í vetur. Al Harrington var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 23 stig, en Peja Stojakovic skoraði 31 stig fyrir Indiana. Miami vann nauman sigur á Toronto 98-94 eftir að hafa verið langt undir nær allan leikinn. Dwayne Wade tók hlutina í sínar hendur í síðari hálfleik eins og svo oft áður hjá Miami og endaði með 37 stig, en Mo Peterson skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. New Jersey hélt áfram góðri sigurgöngu sinni og vann 10. leikinn í röð í nótt þegar liðið skellti Memphis86-74. Þetta er í annað sinn í vetur sem New Jersey nær að vinna 10 leiki í röð. Richard Jefferson skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst hjá New Jersey, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Memphis. Boston valtaði yfir erkifjendur sína í New York á útivelli 123-98. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 101-91, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups og Antonio McDyess skoruðu 18 stig fyrir Detroit. Minnesota vann Orlando 103-91. Kevin Garnett skoraði 27 stig fyrir Minnesota og hirti 19 fráköst, en Dwight Howard skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando. Houston valtaði yfir Seattle 115-87. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Earl Watson skoraði 20 stig fyrir Seattle. Utah vann óvæntan útisigur á Denver 115-104. Mehmet Okur skoraði 24 stig fyrir Utah, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Sacramento lagði Portland 106-90. Brad Miller skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Viktor Khryapa skoraði 18 stig fyrir Portland. Loks vann New Orleans góðan sigur á Golden State á útivellli 86-85. Rashual Butler skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Jason Richardson og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira