Innlent

Íslensk teiknimyndaþáttaröð fjármögnuð

Fyrirtækið CAOZ framleiddi verðlaunateiknimyndina Litla lirfan ljóta.
Fyrirtækið CAOZ framleiddi verðlaunateiknimyndina Litla lirfan ljóta. MYND/Teitur Jónasson

Breska fyrirtækið Upland Entertainment Investments og Brú Venture Capital hafa hvor um sig keypt 10% hlut í fyrirtækinu CAOZ, sem sérhæfir sig í framleiðslu tölvugerðra teiknimynda fyrir alþjóðamarkað. Auk þess munu fyrirtækin taka þátt í fjármögnun sjónvarpsþáttaraðar sem CAOZ er með í undirbúningi.

Upland Entertainment Investments sérhæfir sig í fjármögnun og framleiðslu kvikmynda en Brú Venture Capital er félag í eigu nokkurra íslenskra lífeyrissjóða og fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. CAOZ framleiddi verðlaunateiknimyndina Litlu lirfuna ljótu, sem var fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin og frumsýnd 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×