Frakkar leika til úrslita á HM í handbolta en þeir lögðu Króata í undanúrslitum í dag með 6 marka mun, 29-23. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Frakka sem mæta annað hvort Dönum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun en þau lið mætast nú kl. 16. |
Sport