Hættum griðkaupum 31. janúar 2006 18:29 Breskir listamenn og grínarar, með Rowan Atkinson í fararbroddi, mótmæla nýjum lögum sem miðast við að banna andróður gegn trúarbrögðum. Samkvæmt lögunum hefði Salman Rushdie ekki getað gefið út Söngva Satans, Atkinson hefði ekki getað sýnt grínatriði þar sem múslimar krjúpa við bænir en eru í laun að leita að augnlinsu Khomeinis, Life of Brian hefði ekki fengist sýnd í kvikmyndahúsum. Af þeirri ástæðu að einhver trúaður hefði talið að sér vegið. Það er alltaf einhver sem í skinhelgi sinni vill láta móðgast. Nú á sá að ráða ferðinni. Þetta er ný útgáfa af frumvarpi sem Blairstjórnin reyndi að koma í gegn í fyrra. Þá var því hafnað af Lávarðadeildinni. Nú birtist það aftur - lítið breytt. Það felur í sér að ekki megi móðga trúarbrögð - af illum eða vanstilltum hug (reckless). Eins og Polly Toynbee bendir á í miklum reiðilestri í Guardian er þetta veruleg þrenging á málfrelsi; trúarbrögðin verða að jarðsprengjusvæði sem helst enginn hættir sér út á. Óvirðing við trú og rasismi er lagt að jöfnu. Frelsið til að gagnrýna og gera grín er afnumið. "Hættið þessum griðkaupum gagnvart trúarbrögðunum," segir Toynbee. Hún bætir við að Voltaire hefði þurft að ávarpa breska þingið í dag til að stöðva þessa þróun í átt til ritskoðunar, sjálfsritskoðunar og til að setja upp lögreglueftirlit með hugsunum fólks. --- --- --- Palestínumenn ólánlegir, eiga ólánlega leiðtoga og ólánleg stjórnmálasamtök. Það er ekki kannski ekki furða, því auðvitað er rétt sem sagt er að þeir sem búa innikróaðir í fangelsi verða ekkert ofboðslega tillitssamir - það eflir ekki stjórnmála- eða félagsþroska. Ísraelsmenn hafa smátt og smátt breytt Vesturbakkanum og Gaza í stóra fanganýlendu, rænt fólk þar lífsviðurværinu og sjálfsvirðingunni, markvisst eyðilagt samfélagið. Þykjast svo sjálfir vera fórnarlömb í einhverri mest himinhrópandi hræsni sem nú viðgengst í heiminum. Þeir sem tala um Sharon sem boðbera friðar fara algjörlega villur vega. Ísraelsstjórn hefur gefið smávegis eftir á Gaza, en hún ætlar helst ekki að láta þumlung af Vesturbakkanum; þvert á móti reynir hún að umkringja dýrasta hnossið, Jerúsalem, með byggðum landtökumanna. Þetta er ekki annað en forhert nýlendustefna. Fatah-hreyfingin var löngu orðin ærulaus vegna spillingar og óstjórnar. Miðað við aðstæður er ekki von á öðru en að Palestínumenn hneigist til rótttækni - þessu var löngu búið að spá (þótt Condolezza Rice segist vera undrandi). Hamas fékk á sínum tíma leyndan stuðning frá ísraelsku leyniþjónustunni; tilgangurinn var að grafa undan Yasser Arafat. Þannig að sumu leyti er þetta skrímsli sem Ísraelsmenn vöktu sjálfir upp. Hamas og öfgamenn eins og Sharon og Netanyahu hafa að vissu leyti alltaf átt sameiginlega hagsmuni - að ríki ófriður. Báðum megin víglínunnar eru öfl með sterkar fasískar tilhneigingar. Nú er Hamas komið til valda. Menn verða að sætta sig við það. Það þarf ekki að efast um að samtökin spegli pólitískan vilja stórs hluta Palestínumanna. Því auðvitað hefur einn Hamasleiðtoginn á réttu að standa þegar hann segir: Hamas semur frið ef Ísrael dregur sig frá herteknu svæðunum. ---- ---- ---- Danskir biskupar benda á að það sé móðgun við kristna trú þegar danski fáninn er brenndur í múslimalöndum, krossinn á Dannebrog sé heilagasta trúartákn í kristindómnum. Kannski hafa menn ekki pælt nóg í þessu, við erum líka með kross í íslenska fánanum - er kannski bráðum ástæða til að breyta um fána? Svona til að særa ekki neinn. --- --- --- Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins - snýst þetta um blaðamennsku eða kannski pólitík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Breskir listamenn og grínarar, með Rowan Atkinson í fararbroddi, mótmæla nýjum lögum sem miðast við að banna andróður gegn trúarbrögðum. Samkvæmt lögunum hefði Salman Rushdie ekki getað gefið út Söngva Satans, Atkinson hefði ekki getað sýnt grínatriði þar sem múslimar krjúpa við bænir en eru í laun að leita að augnlinsu Khomeinis, Life of Brian hefði ekki fengist sýnd í kvikmyndahúsum. Af þeirri ástæðu að einhver trúaður hefði talið að sér vegið. Það er alltaf einhver sem í skinhelgi sinni vill láta móðgast. Nú á sá að ráða ferðinni. Þetta er ný útgáfa af frumvarpi sem Blairstjórnin reyndi að koma í gegn í fyrra. Þá var því hafnað af Lávarðadeildinni. Nú birtist það aftur - lítið breytt. Það felur í sér að ekki megi móðga trúarbrögð - af illum eða vanstilltum hug (reckless). Eins og Polly Toynbee bendir á í miklum reiðilestri í Guardian er þetta veruleg þrenging á málfrelsi; trúarbrögðin verða að jarðsprengjusvæði sem helst enginn hættir sér út á. Óvirðing við trú og rasismi er lagt að jöfnu. Frelsið til að gagnrýna og gera grín er afnumið. "Hættið þessum griðkaupum gagnvart trúarbrögðunum," segir Toynbee. Hún bætir við að Voltaire hefði þurft að ávarpa breska þingið í dag til að stöðva þessa þróun í átt til ritskoðunar, sjálfsritskoðunar og til að setja upp lögreglueftirlit með hugsunum fólks. --- --- --- Palestínumenn ólánlegir, eiga ólánlega leiðtoga og ólánleg stjórnmálasamtök. Það er ekki kannski ekki furða, því auðvitað er rétt sem sagt er að þeir sem búa innikróaðir í fangelsi verða ekkert ofboðslega tillitssamir - það eflir ekki stjórnmála- eða félagsþroska. Ísraelsmenn hafa smátt og smátt breytt Vesturbakkanum og Gaza í stóra fanganýlendu, rænt fólk þar lífsviðurværinu og sjálfsvirðingunni, markvisst eyðilagt samfélagið. Þykjast svo sjálfir vera fórnarlömb í einhverri mest himinhrópandi hræsni sem nú viðgengst í heiminum. Þeir sem tala um Sharon sem boðbera friðar fara algjörlega villur vega. Ísraelsstjórn hefur gefið smávegis eftir á Gaza, en hún ætlar helst ekki að láta þumlung af Vesturbakkanum; þvert á móti reynir hún að umkringja dýrasta hnossið, Jerúsalem, með byggðum landtökumanna. Þetta er ekki annað en forhert nýlendustefna. Fatah-hreyfingin var löngu orðin ærulaus vegna spillingar og óstjórnar. Miðað við aðstæður er ekki von á öðru en að Palestínumenn hneigist til rótttækni - þessu var löngu búið að spá (þótt Condolezza Rice segist vera undrandi). Hamas fékk á sínum tíma leyndan stuðning frá ísraelsku leyniþjónustunni; tilgangurinn var að grafa undan Yasser Arafat. Þannig að sumu leyti er þetta skrímsli sem Ísraelsmenn vöktu sjálfir upp. Hamas og öfgamenn eins og Sharon og Netanyahu hafa að vissu leyti alltaf átt sameiginlega hagsmuni - að ríki ófriður. Báðum megin víglínunnar eru öfl með sterkar fasískar tilhneigingar. Nú er Hamas komið til valda. Menn verða að sætta sig við það. Það þarf ekki að efast um að samtökin spegli pólitískan vilja stórs hluta Palestínumanna. Því auðvitað hefur einn Hamasleiðtoginn á réttu að standa þegar hann segir: Hamas semur frið ef Ísrael dregur sig frá herteknu svæðunum. ---- ---- ---- Danskir biskupar benda á að það sé móðgun við kristna trú þegar danski fáninn er brenndur í múslimalöndum, krossinn á Dannebrog sé heilagasta trúartákn í kristindómnum. Kannski hafa menn ekki pælt nóg í þessu, við erum líka með kross í íslenska fánanum - er kannski bráðum ástæða til að breyta um fána? Svona til að særa ekki neinn. --- --- --- Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins - snýst þetta um blaðamennsku eða kannski pólitík?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun