Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City hefur farið fram á að verða seldur frá félaginu eftir að uppúr slitnaði í viðræðum hans við félagið um nýjan samning. Forráðamenn City vilja ekki uppfylla kröfu hins 23 ára gamla leikmanns og reyna nú allt til að tala um fyrir honum.
