Úrvalsdeildarlið Birmingham hefur fengið tékkneska u-21 árs landsliðsmanninn Martin Latka að láni út leiktíðina, en hann kemur frá Slavia Prague og er hávaxinn og sterkur varnarmaður. "Menn mæla sterklega með þessum strák og hann er ungur, sem er alltaf betra," sagði Steve Bruce, stjóri Birmingham.
