Stigahæsti tennisleikari heims, Roger Federer, vatnaði músum þegar hann tryggði sér sigur á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag eftir erfiðan úrslitaleik við hinn lítt þekkta Marcos Baghdatis 5-7, 7-5, 6-0 og 6-2. Um tíma leit út fyrir að Baghdatis ætlaði að takast hið óvænta, en Federer vann á eftir því sem leið á leikinn og tryggði sér sigurinn.
