Skoska félagið Glasgow Celtic hefur neitað 1,2 milljón punda tilboði Portsmouth í framherjann John Hartson og var talsmaður skoska félagsins ósáttur við framgöngu enskra þegar þeir nálguðust leikmanninn, sem sjálfur vill ekki fara frá Celtic.
"Celtic stundar sín viðskipti á faglegan hátt, ólíkt sumum öðrum félögum," sagði talsmaður Celtic, sem var greinilega ósáttur við framgöngu forráðamanna Portsmouth og viðleitni þeirra til að fá Hartson til liðs við sig.