Leicester City, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar í ensku 1. deildinni tapaði í kvöld 1-0 fyrir Plymouth. Jóhannes var í liði Leicester og fékk að líta gula spjaldið. Þá var lið föður hans, Notts County í eldlínunni í 2. deildinni og gerði jafntefli við Northampton á heimavelli 2-2.
