Dean Saunders, aðstoðarstjóri Newcastle, vísar fréttum breska blaðsins Guardian í dag á bug og segir að Souness verði ekki rekinn í dag. Gengi Newcastle hefur verið afleitt á leiktíðinni og langt undir væntingum stjórnar og stuðninsmanna. "Blöðin hafa verið uppfull af svona fréttum í margar vikur, en við höldum bara áfram að vinna vinnuna okkar," sagði Saunders.
