Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer mun að öllum líkindum verða áfram í herbúðum Middlesbrough eftir að hann tók til baka beiðni sína um að vera settur á sölulista hjá félaginu. Hann gerði nýjan samning við Boro í fyrra sem gildir til ársins 2008, en hann hefur verið hjá félaginu síðan árið 1997.

