Lagði Boston næsta auðveldlega 17. janúar 2006 12:30 Detroit hélt sigurgöngu sinni áfram í nótt og hefur nú unnið 30 leiki og tapað aðeins 5 NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84. Þetta var 30. sigurleikur Detroit á tímabilinu og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Hefur liðið einungis tapað 5 leikjum það sem af er vetrar. Rasheed Wallace var stigahæstur hjá Detroit með 23 stig en hjá Boston var Paul Pierce með 21 stig. Þá tóku Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í Los Angeles. Það er skemmst frá því að segja að Lakers unnu leikinn 100-92 þar sem Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers og Dwayne Wade var með 34 stig fyrir Heat. Það vakti töluverða athygli að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal, tókust í hendur og föðmuðust fyrir leikinn. Eins og menn muna eflaust var samband þeirra ekki eins og best var á kosið þegar þeir spiluðu báðir fyrir Lakers. Minnesota lagði New York 96-90. Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Stephon Marbury skoraði 20 fyrir New York. Washington valtaði yfir Philadelphia 104-76. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Washington og Gilbert Arenas var með 22 stig og 12 stoðsendingar, en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Charlotte að velli 107-92, en með þessum 18. sigri sínum jafnaði liðið árangur sinn frá síðasta tímabili þó þetta tímabil sé enn ekki hálfnað. Nýliðinn Chris Paul fór enn einu sinni á kostum í liði New Orleans og skoraði 24 stig, hirti 7 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Gerald Wallace skoraði 19 stig fyrir Charlotte. Atlanta stöðvaði taphrinu sína með því að leggja lánlaust lið Houston Rockets 94-83, en þetta var 6. tap Houston í röð. Juwan Howard skoraði 20 stig fyrir Houston, en Al Harrington skoraði 28 fyrir Atlanta. Denver lagði Chicago 97-94, eftir að hafa lent 18 stigum undir á útivelli. Carmelo Anthony er í miklu stuði þessa dagana og skoraði 39 stig í gær, en Kirk Hinrich skoraði 20 stig fyrir Chicago. LA Clippers sigraði Utah 102-93 í framlengingu og vann með því þriðja leik sinn í röð. Miklu munaði um endurkomu framherjans Elton Brand inn í liðið, en hann skoraði 35 stig, hirti 14 fráköst og varði 7 skot í leiknum. Mehmet Okur var atkvæðamestur hjá Utah með 19 stig. New Jersey lagði Indiana 97-92, eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey, en Austin Croshere skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana. Golden State lagði Seattle 109-93. Jason Richardson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Luke Ridnour skoraði 18 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá Seattle. Dallas vann auðveldan sigur á Milwaukee 114-95. Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas en Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira
Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84. Þetta var 30. sigurleikur Detroit á tímabilinu og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Hefur liðið einungis tapað 5 leikjum það sem af er vetrar. Rasheed Wallace var stigahæstur hjá Detroit með 23 stig en hjá Boston var Paul Pierce með 21 stig. Þá tóku Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í Los Angeles. Það er skemmst frá því að segja að Lakers unnu leikinn 100-92 þar sem Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers og Dwayne Wade var með 34 stig fyrir Heat. Það vakti töluverða athygli að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal, tókust í hendur og föðmuðust fyrir leikinn. Eins og menn muna eflaust var samband þeirra ekki eins og best var á kosið þegar þeir spiluðu báðir fyrir Lakers. Minnesota lagði New York 96-90. Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Stephon Marbury skoraði 20 fyrir New York. Washington valtaði yfir Philadelphia 104-76. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Washington og Gilbert Arenas var með 22 stig og 12 stoðsendingar, en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Charlotte að velli 107-92, en með þessum 18. sigri sínum jafnaði liðið árangur sinn frá síðasta tímabili þó þetta tímabil sé enn ekki hálfnað. Nýliðinn Chris Paul fór enn einu sinni á kostum í liði New Orleans og skoraði 24 stig, hirti 7 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Gerald Wallace skoraði 19 stig fyrir Charlotte. Atlanta stöðvaði taphrinu sína með því að leggja lánlaust lið Houston Rockets 94-83, en þetta var 6. tap Houston í röð. Juwan Howard skoraði 20 stig fyrir Houston, en Al Harrington skoraði 28 fyrir Atlanta. Denver lagði Chicago 97-94, eftir að hafa lent 18 stigum undir á útivelli. Carmelo Anthony er í miklu stuði þessa dagana og skoraði 39 stig í gær, en Kirk Hinrich skoraði 20 stig fyrir Chicago. LA Clippers sigraði Utah 102-93 í framlengingu og vann með því þriðja leik sinn í röð. Miklu munaði um endurkomu framherjans Elton Brand inn í liðið, en hann skoraði 35 stig, hirti 14 fráköst og varði 7 skot í leiknum. Mehmet Okur var atkvæðamestur hjá Utah með 19 stig. New Jersey lagði Indiana 97-92, eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey, en Austin Croshere skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana. Golden State lagði Seattle 109-93. Jason Richardson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Luke Ridnour skoraði 18 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá Seattle. Dallas vann auðveldan sigur á Milwaukee 114-95. Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas en Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira