Hornfirðingar kaupa í flugfélagi 5. janúar 2006 12:12 Flugvél Landsflugs MYND/Vilhelm Hópur Hornfirðinga hefur keypt 10% hlut í eignarhaldsfélaginu City Star sem á og rekur flugfélag í Skotlandi og Landsflug sem flýgur meðal annars milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Eignarhaldfélagið er í eigu Íslendinga og undir það heyra City Star Airlines í Aberdeen í Skotlandi, Landsflug og viðhaldsfyrirtækið Skýli eitt. City Star Airlines flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Ósló og Stavanger auk þess sem félagið hefur verið með beint leiguflug til Íslands. Landsflug flýgur síðan til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Halldóra B. Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, er í forsvari fyrir hópinn. Hún segir hluthafana tuttugu og samkvæmt upplýsingum NFS eru þeir flestir úr hópi trillukarla og þeirra sem koma nálægt útgerð á Hornafirði. Ákveðið var að kaupa í félaginu á fundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum og var síðan gengið frá kaupunum rétt fyrir áramót. Halldóra segir fjárfestana sjá fyrir sér möguleika á góðri samvinnu Hornafjarðar og CityStar, meðal annars í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Félagið sé í örum vexti og fjárfestunum hafi litist vel á það sem fjárfestingarkost. Halldóra segir fjárfestana sjá fyrir sér möguleika á leiguflugi frá Hornafirði til borga í Evrópu. Sem dæmi hafi hópur ferðamanna flogið frá Hornafirði með leiguflugi City Star til Írlands í september. Rúnar Fossádal Árnason, framkvæmdastjóri City Star, segir þessi kaup koma til með að hjálpa til við að efla starfsemi félagsins á Íslandi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Hópur Hornfirðinga hefur keypt 10% hlut í eignarhaldsfélaginu City Star sem á og rekur flugfélag í Skotlandi og Landsflug sem flýgur meðal annars milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Eignarhaldfélagið er í eigu Íslendinga og undir það heyra City Star Airlines í Aberdeen í Skotlandi, Landsflug og viðhaldsfyrirtækið Skýli eitt. City Star Airlines flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Ósló og Stavanger auk þess sem félagið hefur verið með beint leiguflug til Íslands. Landsflug flýgur síðan til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Halldóra B. Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, er í forsvari fyrir hópinn. Hún segir hluthafana tuttugu og samkvæmt upplýsingum NFS eru þeir flestir úr hópi trillukarla og þeirra sem koma nálægt útgerð á Hornafirði. Ákveðið var að kaupa í félaginu á fundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum og var síðan gengið frá kaupunum rétt fyrir áramót. Halldóra segir fjárfestana sjá fyrir sér möguleika á góðri samvinnu Hornafjarðar og CityStar, meðal annars í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Félagið sé í örum vexti og fjárfestunum hafi litist vel á það sem fjárfestingarkost. Halldóra segir fjárfestana sjá fyrir sér möguleika á leiguflugi frá Hornafirði til borga í Evrópu. Sem dæmi hafi hópur ferðamanna flogið frá Hornafirði með leiguflugi City Star til Írlands í september. Rúnar Fossádal Árnason, framkvæmdastjóri City Star, segir þessi kaup koma til með að hjálpa til við að efla starfsemi félagsins á Íslandi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira