LeBron James með stórleik 5. janúar 2006 07:45 LeBron James var í stuði gegn Milwaukee í nótt og náði þrennu með 32 stigum, 11 fráköstum og 11 stoðsendingum. Síðast þegar hann mætti Milwaukee skoraði hann 52 stig. NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Sjá meira
LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn