LeBron James með stórleik 5. janúar 2006 07:45 LeBron James var í stuði gegn Milwaukee í nótt og náði þrennu með 32 stigum, 11 fráköstum og 11 stoðsendingum. Síðast þegar hann mætti Milwaukee skoraði hann 52 stig. NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira
LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira