Sagan af Ágirnd frá 1952 30. desember 2006 15:30 Svala Hannesdóttir í hlutverki sínu í Ágirnd Í dag kl. 14.40 verður Viðar Eggertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu. Svala var ung leikkona og handritshöfundur og Óskar var þá einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar. Hvort þeirra var höfundur myndarinnar Ágirndar sem hefur verið eignuð þeim báðum er ein helsta spurning sem Viðar veltir upp í þættinum. Þátturinn hverfist um kvikmyndina og þá dramatísku viðburði sem urðu í lífi þessara tveggja listamanna þegar þau unnu að henni. Hún vakti talsverða athygli og er mörgum minnisstæð sem sáu. Sýningar voru stöðvaðar af lögreglunni og prestar fordæmdu hana úr predikunarstólum. Víða er leitað fanga í þættinum og rætt er við nokkra þeirra sem komu að myndinni og eins þá sem þekktu Óskar og Svölu. Atriði úr Ágirnd. Myndin er sérstök fyrir þau expressjónísku áhrif sem þar gætir, en þau komu líka fyrir í leiksýningum þessa tíma. Stuttmyndin Ágirnd hefur verið þekkt um langt skeið, en konur í kvikmyndabransanum hafa veitt henni nokkra athygli hin síðari misseri og þaðan kom sú hugmynd hjá Viðari að kanna sögu myndarinnar og Svölu. Konur voru lengi framan af fáar í íslenskri kvikmyndagerð, þó nokkrar íslenskar konur sem fluttu vestur um haf störfuðu í Hollywood, karlar reyndar líka, bæði Bjarni Björnsson og teiknarinn Thorsson. Svala er eitt af fáum dæmum um konur sem höfðu frumkvæði í kvikmyndun hér á landi, þó Rigmor Hansson léti kvikmynda dansa sína 1930 og Sigríður Ármann væri kvikmynduð af Lofti Guðmundssyni 1947. Svala var nemandi í leiklistarskóla Ævars Kvaran en hann og Óskar voru samstarfsmenn. Óskar var virkur á þessum áratug, hafði nýlokið við Björgunina við Látrabjarg 1949 sem er einstök heimildamynd og vanmetin í íslenskri menningarsögu. Hann gerði síðan leiknu myndina Nýtt hlutverk 1954. Í dag geta menn svo heyrt söguna af leiklistarnemandanum Svölu Hannesdóttur og stuttmyndinni hennar. Myndin er raunar það eina sem til er af leik hennar - ferill hennar varð ekki lengri og hún steig aldrei á svið. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í dag kl. 14.40 verður Viðar Eggertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu. Svala var ung leikkona og handritshöfundur og Óskar var þá einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar. Hvort þeirra var höfundur myndarinnar Ágirndar sem hefur verið eignuð þeim báðum er ein helsta spurning sem Viðar veltir upp í þættinum. Þátturinn hverfist um kvikmyndina og þá dramatísku viðburði sem urðu í lífi þessara tveggja listamanna þegar þau unnu að henni. Hún vakti talsverða athygli og er mörgum minnisstæð sem sáu. Sýningar voru stöðvaðar af lögreglunni og prestar fordæmdu hana úr predikunarstólum. Víða er leitað fanga í þættinum og rætt er við nokkra þeirra sem komu að myndinni og eins þá sem þekktu Óskar og Svölu. Atriði úr Ágirnd. Myndin er sérstök fyrir þau expressjónísku áhrif sem þar gætir, en þau komu líka fyrir í leiksýningum þessa tíma. Stuttmyndin Ágirnd hefur verið þekkt um langt skeið, en konur í kvikmyndabransanum hafa veitt henni nokkra athygli hin síðari misseri og þaðan kom sú hugmynd hjá Viðari að kanna sögu myndarinnar og Svölu. Konur voru lengi framan af fáar í íslenskri kvikmyndagerð, þó nokkrar íslenskar konur sem fluttu vestur um haf störfuðu í Hollywood, karlar reyndar líka, bæði Bjarni Björnsson og teiknarinn Thorsson. Svala er eitt af fáum dæmum um konur sem höfðu frumkvæði í kvikmyndun hér á landi, þó Rigmor Hansson léti kvikmynda dansa sína 1930 og Sigríður Ármann væri kvikmynduð af Lofti Guðmundssyni 1947. Svala var nemandi í leiklistarskóla Ævars Kvaran en hann og Óskar voru samstarfsmenn. Óskar var virkur á þessum áratug, hafði nýlokið við Björgunina við Látrabjarg 1949 sem er einstök heimildamynd og vanmetin í íslenskri menningarsögu. Hann gerði síðan leiknu myndina Nýtt hlutverk 1954. Í dag geta menn svo heyrt söguna af leiklistarnemandanum Svölu Hannesdóttur og stuttmyndinni hennar. Myndin er raunar það eina sem til er af leik hennar - ferill hennar varð ekki lengri og hún steig aldrei á svið.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira