Leitin að Maríu og öðrum stjörnum 30. desember 2006 13:30 Andrew Lloyd Webber. Viðskiptajöfur og söngleikjatónskáld Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh. Þetta þykir bresku pressunni fyndið en Webber og Ian urðu fjandvinir meðan þeir leituðu að stúlku í hlutverk Maríu í Sound of Music sem þeir eru að framleiða. Leitin fór fram í þáttaröðinni How Do You Solve a Problem like Maria? sem var vinsæl í Bretlandi í ár. Átta miljónir fylgdust með þegar óþekkt leikkona, Connie Fisher, fékk hlutverkið, en sýningin kemur á svið í september og mun stúlkan vinna við það næstu árin að syngja hin kunnu lög úr Sound of Music. Hafa þegar selst miðar fyrir 12 milljónir punda á sýninguna. Webber var í þriðja sæti í fyrra en er nú kominn í fyrra form. Hann sat í efsta sæti fimm ár í röð: liðið ár var honum líka gott. Hann eignaðist öll leikhúsin sín aftur, setti Evitu á svið á ný og fór að vinna við söngleikinn sinn nýja sem byggir á sögunni frægu, Meistaranum og Margarítu eftir Mikhail Bulgakov. Ian er uppgjafa leikari sem fór að framleiða sýningar 1990. Hann rekur stærsta event-fyrirtæki í heimi og setti í ár upp 35 milljóna dollara sviðsetningu á Óperudraugnum í Las Vegas – sem er reyndar eftir Webber. Það er talin dýrasta sviðsetning sögunnar á söngleik. Þræta þeirra félaga jókst þegar í ljós kom að Ian var í viðræðum við NBC um að setja Grease á svið á Broadway án þess að láta Andrew vita. Þar verður sama leið farin: You’re the One that I Want heitir sjónvarpsþáttaröð sem byggir á hugmyndinni um að leita að stjörnum í Grease. Systurþáttur verður gerður í Bretlandi af fyrirtæki Simons Cowell. Webber undirbýr samskonar þátt fyrir BBC þar sem leitað verður að manni í titilhlutverk Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat sem Webber samdi líka. Hundrað manna listi Stage birtist í dag og er langt í að þar verði ofarlega leikarar, leikstjórar eða leikskáld. Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh. Þetta þykir bresku pressunni fyndið en Webber og Ian urðu fjandvinir meðan þeir leituðu að stúlku í hlutverk Maríu í Sound of Music sem þeir eru að framleiða. Leitin fór fram í þáttaröðinni How Do You Solve a Problem like Maria? sem var vinsæl í Bretlandi í ár. Átta miljónir fylgdust með þegar óþekkt leikkona, Connie Fisher, fékk hlutverkið, en sýningin kemur á svið í september og mun stúlkan vinna við það næstu árin að syngja hin kunnu lög úr Sound of Music. Hafa þegar selst miðar fyrir 12 milljónir punda á sýninguna. Webber var í þriðja sæti í fyrra en er nú kominn í fyrra form. Hann sat í efsta sæti fimm ár í röð: liðið ár var honum líka gott. Hann eignaðist öll leikhúsin sín aftur, setti Evitu á svið á ný og fór að vinna við söngleikinn sinn nýja sem byggir á sögunni frægu, Meistaranum og Margarítu eftir Mikhail Bulgakov. Ian er uppgjafa leikari sem fór að framleiða sýningar 1990. Hann rekur stærsta event-fyrirtæki í heimi og setti í ár upp 35 milljóna dollara sviðsetningu á Óperudraugnum í Las Vegas – sem er reyndar eftir Webber. Það er talin dýrasta sviðsetning sögunnar á söngleik. Þræta þeirra félaga jókst þegar í ljós kom að Ian var í viðræðum við NBC um að setja Grease á svið á Broadway án þess að láta Andrew vita. Þar verður sama leið farin: You’re the One that I Want heitir sjónvarpsþáttaröð sem byggir á hugmyndinni um að leita að stjörnum í Grease. Systurþáttur verður gerður í Bretlandi af fyrirtæki Simons Cowell. Webber undirbýr samskonar þátt fyrir BBC þar sem leitað verður að manni í titilhlutverk Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat sem Webber samdi líka. Hundrað manna listi Stage birtist í dag og er langt í að þar verði ofarlega leikarar, leikstjórar eða leikskáld.
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira