Ekki enn smitast af fálkaveikinni 28. desember 2006 09:30 Mynd tekin í sikhahofi í New Jersey 2006. Á myndinni eru frá vinstri: Hari Har Singh, fálkari og fyrrverandi fálkaþjálfari fyrir Íranskeisara og aðra pólitíska leiðtoga Mið-Austurlanda, Ginghas, hvítur Grænlandsfálki, dr. David Ellis, fuglafræðingur og ránfuglasérfræðingur, Örn Marinó Arnarson, leikstjóri og framleiðandi, og dr. Hamram Singh, viðskiptajöfur og rithöfundur. Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson vinna þessa dagana að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Í meira en fjögur þúsund ár hefur maðurinn látið heillast af fálkum. Við það að kynnast þessum tignarlega og einstaka fugli verður maðurinn altekinn, fær fálkaveiki. Fálkaveiðimenn skilja við konur sínar til þess að geta verið með fálkanum, arabar borga milljónir á milljónir ofan fyrir þessa fugla og menn láta hreinlega ekkert stöðva sig," segir Þorkell Harðarson kvikmyndagerðarmaður. Þorkell og kollegi hans, Örn Marinó Arnarson, hjá kvikmyndagerðinni Markell vinna um þessar mundir að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Mannkynssagan er í raun nátengd sögu þessa sambands manns og fálka. Danir sóttu hingað allt að 210 fugla á ári á átjándu öld og notuðu sem mútur við hirðir Evrópu og þó einkum N-Afríku. Þetta opnaði þeim siglingaleiðir úti fyrir ströndum N-Afríku einum Evrópumanna og stuðlaði að því að danski kaupskipaflotinn varð jafnstór þeim breska sem endaði með því að sá síðarnefndi stormaði Kaupmannahöfn árið 1800." Þeir Þorkell og Örn Marinó hafa verið að ferðast og viða að sér myndefni um þróun og stöðu þessa merkilega sambands. „Við höfum þegar farið um Norður-Evrópu, Persaflóa og Norður-Ameríku til þess að mynda en eigum enn eftir Asíu og Suður-Evrópu. Við höfum verið að tala við fálkara (það eru þeir sem fljúga þeim), náttúruverndarsinna og prófessora, ræktendur og alls konar fólk sem hefur hreinlega orðið fyrir áhrifum af því að hitta fálka. Við erum búnir að hitta mikið af áhugaverðu og sérstöku fólki sem áhorfendur eiga svo eftir að fá að kynnast eftir um það bil ár þegar myndin verður frumsýnd. En hér heima þekkja flestir aðeins þá sögu sem snýr að fálkaþjófunum sem voru að stela íslenskum fálkum fyrir um 20 til 30 árum. Það varð svo verðfall á fálkunum eftir að fannst aðferð til þess að rækta fugla í haldi. Engu að síður eru enn dæmi um ótrúlegar tölur, eins og þegar nýtt litaafbrigði var selt fyrir 15 árum á 750.000 dollara og dýrasta týpan af Benz í kaupbæti." Þeir Þorkell og Örn Marinó hafa auðvitað verið í kringum fálka við gerð myndarinnar og hafa vissulega orðið fyrir miklum áhrifum af viðfangsefni myndarinnar. „Verkefnið er í senn stórkostlegt og krefjandi en við höfum þó ekki smitast af fálkaveikinni. Okkar ástríða er matur og heimspeki Markels er því einfaldlega: Ef þú getur ekki eldað þá geturðu ekki skapað." Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson kvikmyndagerðarmenn vinna nú að mynd um samskipti manns og fálka í gegnum árþúsundin. . Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson vinna þessa dagana að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Í meira en fjögur þúsund ár hefur maðurinn látið heillast af fálkum. Við það að kynnast þessum tignarlega og einstaka fugli verður maðurinn altekinn, fær fálkaveiki. Fálkaveiðimenn skilja við konur sínar til þess að geta verið með fálkanum, arabar borga milljónir á milljónir ofan fyrir þessa fugla og menn láta hreinlega ekkert stöðva sig," segir Þorkell Harðarson kvikmyndagerðarmaður. Þorkell og kollegi hans, Örn Marinó Arnarson, hjá kvikmyndagerðinni Markell vinna um þessar mundir að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Mannkynssagan er í raun nátengd sögu þessa sambands manns og fálka. Danir sóttu hingað allt að 210 fugla á ári á átjándu öld og notuðu sem mútur við hirðir Evrópu og þó einkum N-Afríku. Þetta opnaði þeim siglingaleiðir úti fyrir ströndum N-Afríku einum Evrópumanna og stuðlaði að því að danski kaupskipaflotinn varð jafnstór þeim breska sem endaði með því að sá síðarnefndi stormaði Kaupmannahöfn árið 1800." Þeir Þorkell og Örn Marinó hafa verið að ferðast og viða að sér myndefni um þróun og stöðu þessa merkilega sambands. „Við höfum þegar farið um Norður-Evrópu, Persaflóa og Norður-Ameríku til þess að mynda en eigum enn eftir Asíu og Suður-Evrópu. Við höfum verið að tala við fálkara (það eru þeir sem fljúga þeim), náttúruverndarsinna og prófessora, ræktendur og alls konar fólk sem hefur hreinlega orðið fyrir áhrifum af því að hitta fálka. Við erum búnir að hitta mikið af áhugaverðu og sérstöku fólki sem áhorfendur eiga svo eftir að fá að kynnast eftir um það bil ár þegar myndin verður frumsýnd. En hér heima þekkja flestir aðeins þá sögu sem snýr að fálkaþjófunum sem voru að stela íslenskum fálkum fyrir um 20 til 30 árum. Það varð svo verðfall á fálkunum eftir að fannst aðferð til þess að rækta fugla í haldi. Engu að síður eru enn dæmi um ótrúlegar tölur, eins og þegar nýtt litaafbrigði var selt fyrir 15 árum á 750.000 dollara og dýrasta týpan af Benz í kaupbæti." Þeir Þorkell og Örn Marinó hafa auðvitað verið í kringum fálka við gerð myndarinnar og hafa vissulega orðið fyrir miklum áhrifum af viðfangsefni myndarinnar. „Verkefnið er í senn stórkostlegt og krefjandi en við höfum þó ekki smitast af fálkaveikinni. Okkar ástríða er matur og heimspeki Markels er því einfaldlega: Ef þú getur ekki eldað þá geturðu ekki skapað." Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson kvikmyndagerðarmenn vinna nú að mynd um samskipti manns og fálka í gegnum árþúsundin. .
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira