Jólahátíðin 24. desember 2006 00:01 Engin hátíð kristinna manna setur eins mikinn svip á þjóðlífið og jólahátíðin. Gildir þar einu hvort um er að ræða hér á Íslandi eða annars staðar í hinum kristna heimi. Jafnvel utan hinna hefðbundnu kristnu landa fer jólahátíðin ekki fram hjá fólki, og allra síst nú á dögum alþjóðlegrar og mikillar fjölmiðlunar. Það er þó nokkuð síðan eplalykt, kerti og spil settu svip sinn á jólahaldið hér á landi. Nú á tímum er aðventan hins vegar orðin ein allsherjar tónlistar- og ljósahátíð hér á landi, og mun vera leitun að öðru eins í nágrannalöndunum, auk þess sem þessi tími árs er mikil verslunarhátíð. Ljósaskreytingar setja orðið mikinn svip á umhverfið, ekki aðeins í höfuðborginni og bæjum um land allt, heldur ekki síður í sveitum landsins. Þar setja ljósaskreytingar kannski meiri svip á umhverfið en í bæjunum, þar sem er svo að segja stöðugur ljósagangur af einhverju tagi í skammdeginu. Sveitirnar lifna svo sannarlega við á aðventunni og setja oft ævintýralegan blæ á fjöll og dali . En jólin eru ekki bara tónleikar og ljósaskreytingar, matar- og gjafahátíð. Hinn raunverulegi og upprunalegi tilgangur jólanna er að minnast fæðingar frelsarans, sem sagt er frá í jólaguðspjallinu. Því má ekki gleyma í öllu amstrinu fyrir og um jólin. Það er vegna Jesúbarnsins sem fæddist í jötu í Betlehem, sem við höldum jól. Frelsarinn hefur sett meiri svip á mannkynið en nokkur annar og hann er stöðugt rannsóknarefni. Það er hann sem hefur mótað siðmenningu okkar og það er því mikilvægt að boðskapur jólanna drukkni ekki í önnunum sem fylgja jólahátíðinni. Þetta er okkur mikilvægt að muna, og reyna að haga því þannig til að kyrrar stundir gefist um jóladagana til að innbyrða frið og helgi jólahátíðarinnar. En það eru fleiri persónur sem tengjast nútímajólum en sjálfur Jesú. Nafn hans tengist kyrrð og friði og hann er umlukinn heilagleika. Hinar persónurnar sem tengjast jólum eru jólasveinar, og í kringum þá eru ærsl og læti. Þeir eru ásamt Jesú hluti af jólahaldinu, en með ólíkum hætti þó. Það má segja að þessar persónur sem tengjast jólunum séu miklar andstæður, en þó ómissandi þáttur jólahaldsins. Um þessi jól verða kirkjur landins væntanlega þéttsetnar eins og endranær. Kirkjuferð er hjá mjög mörgum ómissandi hluti af jólahaldinu. Á þeim vettvangi hafa líka orðið miklar breytingar frá því að eplalyktin, kertin og spilin settu svip sinn á jólahátíðina. Fleiri konur munu líklega skrýðast hempu og hökli um þessi jól hér á landi en nokkru sinni fyrr. Konum í prestastétt hefur fjölgað töluvert hér á síðari árum og er það vel. Þær hafa breytt yfirbragði helgihaldsins og eru gott innlegg í jafnréttisbaráttuna. Þær eiga líka að njóta sannmælis í hinum kristna heimi og þær eiga sinn rétt. Þeirra hlutverk innan þjóðkirkjunnar er mikilvægt og það ber að virða og þakka. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun
Engin hátíð kristinna manna setur eins mikinn svip á þjóðlífið og jólahátíðin. Gildir þar einu hvort um er að ræða hér á Íslandi eða annars staðar í hinum kristna heimi. Jafnvel utan hinna hefðbundnu kristnu landa fer jólahátíðin ekki fram hjá fólki, og allra síst nú á dögum alþjóðlegrar og mikillar fjölmiðlunar. Það er þó nokkuð síðan eplalykt, kerti og spil settu svip sinn á jólahaldið hér á landi. Nú á tímum er aðventan hins vegar orðin ein allsherjar tónlistar- og ljósahátíð hér á landi, og mun vera leitun að öðru eins í nágrannalöndunum, auk þess sem þessi tími árs er mikil verslunarhátíð. Ljósaskreytingar setja orðið mikinn svip á umhverfið, ekki aðeins í höfuðborginni og bæjum um land allt, heldur ekki síður í sveitum landsins. Þar setja ljósaskreytingar kannski meiri svip á umhverfið en í bæjunum, þar sem er svo að segja stöðugur ljósagangur af einhverju tagi í skammdeginu. Sveitirnar lifna svo sannarlega við á aðventunni og setja oft ævintýralegan blæ á fjöll og dali . En jólin eru ekki bara tónleikar og ljósaskreytingar, matar- og gjafahátíð. Hinn raunverulegi og upprunalegi tilgangur jólanna er að minnast fæðingar frelsarans, sem sagt er frá í jólaguðspjallinu. Því má ekki gleyma í öllu amstrinu fyrir og um jólin. Það er vegna Jesúbarnsins sem fæddist í jötu í Betlehem, sem við höldum jól. Frelsarinn hefur sett meiri svip á mannkynið en nokkur annar og hann er stöðugt rannsóknarefni. Það er hann sem hefur mótað siðmenningu okkar og það er því mikilvægt að boðskapur jólanna drukkni ekki í önnunum sem fylgja jólahátíðinni. Þetta er okkur mikilvægt að muna, og reyna að haga því þannig til að kyrrar stundir gefist um jóladagana til að innbyrða frið og helgi jólahátíðarinnar. En það eru fleiri persónur sem tengjast nútímajólum en sjálfur Jesú. Nafn hans tengist kyrrð og friði og hann er umlukinn heilagleika. Hinar persónurnar sem tengjast jólum eru jólasveinar, og í kringum þá eru ærsl og læti. Þeir eru ásamt Jesú hluti af jólahaldinu, en með ólíkum hætti þó. Það má segja að þessar persónur sem tengjast jólunum séu miklar andstæður, en þó ómissandi þáttur jólahaldsins. Um þessi jól verða kirkjur landins væntanlega þéttsetnar eins og endranær. Kirkjuferð er hjá mjög mörgum ómissandi hluti af jólahaldinu. Á þeim vettvangi hafa líka orðið miklar breytingar frá því að eplalyktin, kertin og spilin settu svip sinn á jólahátíðina. Fleiri konur munu líklega skrýðast hempu og hökli um þessi jól hér á landi en nokkru sinni fyrr. Konum í prestastétt hefur fjölgað töluvert hér á síðari árum og er það vel. Þær hafa breytt yfirbragði helgihaldsins og eru gott innlegg í jafnréttisbaráttuna. Þær eiga líka að njóta sannmælis í hinum kristna heimi og þær eiga sinn rétt. Þeirra hlutverk innan þjóðkirkjunnar er mikilvægt og það ber að virða og þakka. Gleðileg jól.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun